Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
rófa
ENSKA
tail
DANSKA
hale
SÆNSKA
svans
FRANSKA
queue
ÞÝSKA
Schwanz, Schweif
Svið
landbúnaður
Dæmi
[is] ... þegar um er að ræða önnur dýr: hausbein, fætur, rófu, lærlegg, sköflung, dálk, upphandleggsbein, geislabein og öln.

[en] ... for other animals, the bones of the head, feet, tails, femur, tibia, fibula, humerus, radius and ulna.

Skilgreining
líkamshluti sem er neðsti eða aftasti hluti bolsins hjá hryggdýrum, framhald hryggjarins; ber mismunandi heiti í íslensku eftir dýrum, t.d. rófa (einnig skott) á hundi, skott á ref, hali á nautgripum, tagl á hestum, dyndill (dindill) á sauðfé, rófa eða hali á svínum, stél á fuglum, stirtla (sporður) á fiskum

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 frá 29. apríl 2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu

[en] Regulation (EC) No 853/2004 of the European Parliament and of the Council of 29 April 2004 laying down specific hygiene rules for food of animal origin

Skjal nr.
32004R0853
Athugasemd
Í Fiskunum (útg. 1926) segir Bjarni Sæmundsson m.a. í lýsingu sinni á fiskum almennt:
,,Bolurinn er tíðast stuttur, en rófan eða stirtlan, eins og hún er tíðast nefnd á fiskunum, löng og engin greinileg takmörk milli hennar og bolsins, hvorki að utan né innan. Hún samsvarar rófunni á öðrum hryggdýrum og er tíðast vöðvamikil, sívöl eða þunnvaxin, eftir því sem bolurinn er það, eða þynnist aftur á við.´´

,Rófan´ er því aðalheitið á þessum líkamshluta dýra (sbr. rófubein á mönnum) og nær því yfir hala, dindil, skott, tagl, sporð/stirtlu o.s.frv. og ber að nota það orð (þ.e. rófu) ef um víðustu merkingu orðsins er að ræða.

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira